Heimasíða Sólfar / Sun Voyager

Höfundur: Jón Gunnar Árnason (f.1931 d.1989)
Staðsetning: við Sæbraut í miðborg Reykjavíkur

Efni: Ryðfrítt stál á graníthellum. Stærð: 900 x 1800 x 700 cm.
Sólfar er draumbátur, óður til sólarinnar og felur í sér fyrirheit um ónumið land, von, leit, framþróun og frelsi.

Í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar árið 1986 efndu íbúasamtök Vesturbæjar til samkeppni um útilistaverk.
Sólfarið varð fyrir valinu og var frummyndin (álskúlptúr, 42,5 x 88 x 36 cm.) gefin Reykjavíkurborg til stækkunar.
Sólfarið var sett niður við Sæbraut í fullri stærð og afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1990.

Verkið er unnið úr hágæða ryðfríu stáli og stendur á graníthellum með svokallaðri ráðhússteypu í stétt umhverfis hellurnar.
Aðstoð við frumvinnu og eftirfylgni veitti Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður.
Sigurjón Yngvason, tæknifræðingur, sá m.a. um gerð verklýsingar í náinni samvinnu við Jón Gunnar
og hafði eftirlit með smíði og uppsetningu verksins.
Reynir Hjálmtýsson hafði yfirumsjón með smíði verksins í Vélsmiðjunni Orra í Mosfellssveit.

Hvar eru eftirgerðir af Sólfarinu til sölu í Reykjavík

Upplifun Hörpunni
Rammagerðin
Aurora Reykjavik
Kjarvalsstaðir
Penninn
Hilton Hótel
Allur réttur áskilinn 2015 Sólfar JGÁ sf
Close Menu
×
×

Cart